Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Almenningur tapar aftur

Nú á að veita bílaumboðum, bílasölum og fjármögnunarfyrirtækjum allt að 2.000 milljóna styrk frá almenningi svo þeir geti selt bílana sem þeir þurfa að hirða af einstaklingum með hagnaði til útlanda.

Nú verður hægt að hirða bíla af almenningi, á 20 - 30% undir markaðsverði og fá svo 20 - 40% endurgreiðslu frá ríkinu þegar bílinn er seldur út. Flott plott!

Í ofánálag þá munu notaðir bílar hækka á Íslandi vegna minnkandi framboðs, þar sem bestu bílarnir eru seldir "niðurgreiddir" til útlanda.

Það er öruggt að þetta frumvarp verður samþykkt á Alþingi, enda uppfyllir það meginskilyrði ríkistjórnarinnar, þ.e. bætir hag fárra á kostnað fjöldans. 


mbl.is 5000 bílar úr landi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband